
Rangársel
- • 100 íbúðir í fjölbýli áætlaðar 2029.
- • Byggt verði meðfram Rangárseli báðum megin við Seljakirkju þriggja til fjögurra hæða húsnæði sem hýsi verslanir og þjónustu á jarðhæðum og íbúðir á efri hæðum.
- • Kirkjubyggingin verði römmuð inn með aðliggjandi nýbyggingum og móta torg í götunni sem nær niður að kirkju. Gert er ráð fyrir fáum bílastæðum á torginu en að meginhluti stæða verði færður vestur fyrir kirkju og að bílastæði verði samnýtt með leikskólanum Seljakoti.
- • Fjarlægja byggingar á lóðum austan við Seljakirkju og byggja þar húsnæði fyrir þjónustu og íbúðir á þremur til fjórum hæðum. Gera má ráð fyrir bílastæðum undir þessum byggingum eftir þörfum.
- • Rangársel er skilgreint sem borgargata í hverfisskipulagi sem þýðir að gatan og næsta umhverfi hennar fær sérstaka meðhöndlun, bæði hvað varðar umferð og fegrun umhverfis. Rangársel frá Hólmaseli að Skógarseli verði gerð að vistgötu þar sem umferðarhraði verði færður niður í 15 km/klst. og gata hækkuð í gangstéttarhæð. Gatan verði hönnuð m.t.t. þess að umferð gangandi og hjólandi hafi forgang.
100
Fjöldi íbúða
50
Markaður
50
Húsnæðisfélög
70
Áætl. fjöldi bílastæða
Rangársel
- • Byggt verði meðfram Rangárseli báðum megin við Seljakirkju þriggja til fjögurra hæða húsnæði sem hýsi verslanir og þjónustu á jarðhæðum og íbúðir á efri hæðum.
- • Kirkjubyggingin verði römmuð inn með aðliggjandi nýbyggingum og móta torg í götunni sem nær niður að kirkju. Gert er ráð fyrir fáum bílastæðum á torginu en að meginhluti stæða verði færður vestur fyrir kirkju og að bílastæði verði samnýtt með leikskólanum Seljakoti.
- • Fjarlægja byggingar á lóðum austan við Seljakirkju og byggja þar húsnæði fyrir þjónustu og íbúðir á þremur til fjórum hæðum. Gera má ráð fyrir bílastæðum undir þessum byggingum eftir þörfum.
- • Rangársel er skilgreint sem borgargata í hverfisskipulagi sem þýðir að gatan og næsta umhverfi hennar fær sérstaka meðhöndlun, bæði hvað varðar umferð og fegrun umhverfis. Rangársel frá Hólmaseli að Skógarseli verði gerð að vistgötu þar sem umferðarhraði verði færður niður í 15 km/klst. og gata hækkuð í gangstéttarhæð. Gatan verði hönnuð m.t.t. þess að umferð gangandi og hjólandi hafi forgang.
